Þann 12. nóvember n.k. verður hið árlega Sagnakvöld Safnahúss. Að venju verða þar kynntar nýjar bækur tengdar Borgarfirðinum og verður lesið upp úr þremur þeirra að þessu sinni:

Þá hló Skúli, ævisaga Skúla Alexanderssonar eftir Óskar Guðmundsson

Undir Fíkjutré: saga af trú, von og kærleika eftir Önnu Láru Steindal

Sindur: ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þorvaldsdóttur

Einnig mun Soffía Björg Óðinsdóttir koma fram á Sagnakvöldinu, en hún vinnur nú að upptökum á eigin tónlist.

 

Sagnakvöldið hefst kl. 20.00 fimmtudaginn 12. nóvember og stendur dagskráin í um það bil klukkutíma.  Að henni lokinni verða kaffiveitingar. Að venju er ókeypis inn en tekið við frjálsum framlögum í þakklátan Söfnunarbauk.

 

Þann 21. nóvember kl. 13.00 verður svo opnuð ný sýning í Hallsteinssal og ber hún heitið „Leikur með strik og stafi“  Þetta er sýning á myndverkum og textum eftir Bjarna Guðmundsson safnamann og rithöfund á Hvanneyri. Sú sýning stendur fram til 20. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur,

 

Starfsfólk Safnahúss.

Ljósmyndir:

  1. Mynd frá áritun höfunda á sagnakvöldinu í fyrra.
  2. Bjarni Guðmundsson

 

Categories:

Tags:

Comments are closed