Einn fágætasti gripurinn á sýningunni Börn í 100 ár er Willisjeppi Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður. Nokkuð er um það að börn sem Jóhanna tók á móti komi á sýninguna og er nú verið að safna nöfnum þeirra í bók til minja um farsælan starfsferil þessarar merku konu. 

Þess má geta að Jeppinn, sem er árgangur 1951, er lánaður á sýninguna af núverandi eiganda hans, Kristjáni Björnssyni í Borgarnesi. Það er Kristjáni og Erni Símonarsyni fyrir að þakka að bíllinn er nánast eins og þegar Jóhanna átti hann og eiga þessir heiðursmenn þakkir skildar fyrir mikilvæga varðveislu.

 

Frá 1. september n.k. verður sýningin Börn í 100 ár opin eftir samkomulagi fyrir hópa, en hún verður svo opnuð aftur í vor, enda meiningin að hún standi í nokkur ár hið minnsta.

Categories:

Tags:

Comments are closed