Uppskeruhátíð sumarlestursins 2012 fer fram í Safnahúsi föstudaginn 17. ágúst kl. 11. Góð þátttaka var í sumarlestri Héraðsbókasafns Borgarfjarðar í sumar, sem fór nú fram í fimmta sinn. Alls tóku 30 börn á aldrinum 6-12 ára þátt, þar af voru 18 stelpur og voru þær því ívið fleiri en strákarnir, sem voru 12.
Strákar lásu að meðaltali 23 bækur yfir sumarið en stelpur 13. Stærsti hópur þátttakenda voru 8 ára krakkar, en þau lásu einnig að meðaltali næst flestar bækur, á eftir 11 ára krökkunum. Saman lásu strákarnir 279 bækur en stelpurnar 216. Samalagt lásu börnin í sumarlestrinum 495 bækur í sumar. Hvert barn las því 17 bækur að meðaltali yfir sumartímann, sem hlýtur að teljast góður árangur.
Eins og fyrr segir fer uppskeruhátíðin fram föstudaginn 17. ágúst í Safnahúsi. Farið verður í leiki og tilkynnt um úrslit í happadrættinu, en þar hljóta duglegir lestrarhestar vinning. Hátíðinni verður stjórnað af Sævari Inga Jónssyni og Bjarka Þór Grönfeldt. Allir eru velkomnir; foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur og vinir. Boðið verður upp á veitingar og gert er ráð fyrir að hátíðin standi í um klukkustund.
Comments are closed