Uppskeruhátíð sumarlestursins 2012 fer fram í Safnahúsi föstudaginn 17. ágúst kl. 11. Góð þátttaka var í sumarlestri Héraðsbókasafns Borgarfjarðar í sumar, sem fór nú fram í fimmta sinn. Alls tóku 30 börn á aldrinum 6-12 ára þátt, þar af voru 18 stelpur og voru þær því ívið fleiri en strákarnir, sem voru 12.