Í gær kom góður gestur í Safnahús, Erna Einarsdóttir sem búsett er á Djúpavogi. Erna er frá Akranesi og var fljót að þekkja sjálfa sig á einni myndinni sem blasir við gestum á sýningunni Börn í 100 ár sem er önnur fastasýninga Safnahúss. Myndin er tekin þegar Erna var 12 ára gömul og ljósmyndarinn var Bjarni Jónsson á Akranesi. Á myndinni er Erna í fallegri prjónaðri peysu. Afar verðmætt var fyrir Safnahús og þar með Ljósmyndasafn Akraness að fá þessar upplýsingar og var Ernu vel þakkað fyrir góða heimsókn.
Á myndinni er Erna fyrir neðan myndina góðu (uppi til hægri) sem er stór og á áberandi stað í sýningunni. Myndasmiður: GJ.
Comments are closed