Metaðsókn hefur verið að sýningum Safnahúss það sem af er ári og er það mikið ánægjuefni. Einnig hefur verið líflegt á bókasafninu og má þar nefna Sumarlesturinn sem er í fullum gangi og krakkar duglegir að skila inn bókatitlum. Í húsinu eru nú þrjár sýningar, þ.e. Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og myndlistarsýning Tolla. Sýningar eru opnar alla daga frá 13-17 og bókasafnið er opið 13-18 alla virka daga.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed