Upprennandi lestrarhestar í Leikskólanum Klettaborg |
Í leiðinni er minnt á bókasafnið og hlutverk þess.
Hugmyndin er sótt til Borgarbókasafns Reykjavíkur en einnig hefur verkefnið verið prófað í leikskólum í Reykjanesbæ með góðum árangri.
Framkvæmdin var með þeim hætti að starfsmenn Klettaborgar komu á bókasafnið og völdu bækur ofan í bókakoffort, sem í þessu tilfelli er marglitur plastkassi. Koffortið hefur síðan flakkað um deildir leikskólans og hverju barni gefinn kostur á að velja sér eina til tvær bækur í senn til að taka með heim og hafa í vikutíma. Skemmst er frá því að segja að bókakoffortinu hefur verið afskaplega vel tekið, bæði af börnum og foreldrum þeirra.
Með það góða veganesti í farteskinu er stefnan sett á aukna útbreiðslu verkefnisins og vonandi verða bókakoffort á vegum Héraðsbókasafnsins sem víðast í leikskólum Borgarbyggðar næsta vetur.
Comments are closed