Silja Aðalsteinsdóttir og Böðvar Guðmundsson komu við í Safnahúsi s.l. sunnudag, en þau voru í Borgarnesi um helgina þar sem þau voru bæði með dagskrá í Landnámssetrinu. Í Safnahúsi skoðuðu þau sýninguna um sr. Magnús Andrésson, en dóttir hans Ragnheiður kemur mjög við sögu í umfjöllun Silju um Guðmund Böðvarsson. Einnig skoðuðu þau sýninguna um Guðmund Sigurðsson revíuhöfund, móðurbróður Böðvars. Sýningin um sr. Magnús mun standa til næsta hausts, en sýningunni um Guðmund Sigurðsson lýkur um næstu mánaðamót.
Myndin er tekin í sýningarsal Safnahúss, á sýningunni um sr. Magnús Andrésson.
Ljósmyndari: GJ.
Comments are closed