Góð heimsókn á sýninguna um Guðmund Sigurðsson

Sýningin um Guðmund Sigurðsson revíuhöfund hefur dregið að sér marga góða gesti. Einn þeirra er systurdóttir hans Helga Jóna Ásbjarnardóttir sem kom ásamt vinkonu sinni að sjá sýninguna í dag. Helga Jóna er dóttir Jórunnar systur Guðmundar og margir myndu kannast við hana undir nafninu Lilla Hegga eins og Þórbergur Þórðarson kallaði hana á sínum tíma.  

 

Sýningin um Guðmund Sigurðsson mun standa fram að mánaðamótum svo nú fer hver að verða síðastur að sjá hana.

Næsta sýningarverkefni Safnahúss er uppstilling á ljósmyndum efttir Þorstein Jósepsson frá Sigrnýjarstöðum og verður hún opnuð í byrjun maí.

 

Ljósmynd (frá vinstri): Helga Jóna Ásbjarnardóttir og Ríkey Lúðvíksdóttir.

 

Ljósmyndari: GJ.