Sýningin um Guðmund Sigurðsson revíuhöfund hefur dregið að sér marga góða gesti. Einn þeirra er systurdóttir hans Helga Jóna Ásbjarnardóttir sem kom ásamt vinkonu sinni að sjá sýninguna í dag. Helga Jóna er dóttir Jórunnar systur Guðmundar og margir myndu kannast við hana undir nafninu Lilla Hegga eins og Þórbergur Þórðarson kallaði hana á sínum tíma.  

 

Sýningin um Guðmund Sigurðsson mun standa fram að mánaðamótum svo nú fer hver að verða síðastur að sjá hana.

Næsta sýningarverkefni Safnahúss er uppstilling á ljósmyndum efttir Þorstein Jósepsson frá Sigrnýjarstöðum og verður hún opnuð í byrjun maí.

 

Ljósmynd (frá vinstri): Helga Jóna Ásbjarnardóttir og Ríkey Lúðvíksdóttir.

 

Ljósmyndari: GJ. 

Categories:

Tags:

Comments are closed