Sýningaropnun – Á sumardaginn fyrsta (23. apríl) n.k. verður opnuð ný sýning í Safnahúsi. Hefur hún hlotið heitið Gleym þeim ei og er hönnuður hennar Heiður Hörn Hjartardóttir. Sýningin er að mestu leyti samvinnuverkefni skjalasafns og byggðasafns og er framlag Safnahúss til 100 ára kjörgengisafmælis kvenna 2015.

Á sýnngunni verður sögð saga 15 kvenna af starfssvæði Safnahúss, frá Haffjarðará og að Hvalfirði. Markmiðið er að draga nöfnin fram úr djúpi gleymskunnar.  Allar voru þær á lífi árið 1915 þegar konur fá kosningarétt. Verkefnið er unnið í víðtæku samstarfi, með fjölskyldum kvennanna og öðrum tengiliðum sem setja saman fróðleik um þær sem mun liggja frammi á sýningunni. Með leyfi höfunda fara gögnin svo í heild á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar til varðveislu til framtíðar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi síðan snemma hausts 2014 og sýningin stendur í hálft ár eða fram til októberloka.   

 

Tónleikar – Á opnunardaginn verða ennfremur tónleikar, afrakstur samstarfs við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um listsköpun ungs fólks og með aðkomu Héraðsbókasafns Borgarfjarðar. Í Safnahúsi hefur verið tekið saman ljóðasafn fjögurra borgfirskra kvenna. Nemendur skólans velja sér texta og vinna með hann undir handleiðslu kennara á vorönn. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei flytja þau svo eigin verk við ljóðin, það verður aðaldagskrárliður opnunarinnar, sem verður á sumardaginn fyrsta (23. apríl) kl. 15.00.  Á bilinu 10-15 verk verða flutt á tónleikunum og er yngsta tónskáldið aðeins sex ára. Er skólastjóra og kennurum Tónlistarskóla Borgarfjarðar þakkað afar farsælt samstarf um þetta þróunarverkefni sem nú kemur til framkvæmda í þriðja sinn. 

Konurnar sem fjallað verður um á sýningunni Gleym þeim ei eru þessar:

 

1.        Guðfríður Jóhannesdóttir (1884-1980) ljósmóðir, Litlu Brekku, Borgarhreppi.

2.        Guðrún Guðmundsdóttir  (1885-1958) Borgarnesi.  

3.        Helga Ingibjörg Halldórsdóttir (1895-1985), Kjalvararstöðum ofl.

4.        Helga Georgs Pétursdóttir (1884-1971) Draghálsi, Grafardal.

5.        Ingibjörg Friðgeirsdóttir (1906-1998), Hofsstöðum, Álftaneshreppi.

6.        Ingigerður Kristjánsdóttir(1877-1969), á Karlsbrekku og víðar.

7.        Ingveldur Hrómundsdóttir(1862-1954), Haukatungu, Kolbeinsstaðahr.  

8.      Pálína Ólafía Pétursdóttir (1876-1964)  Grund, Skorradal.

9.        Ragnheiður Torfadóttir (1873-1953), Hvanneyri, Ytri- Skeljabr.og Arnarholti.

10.    Ragnhildur Benjamínsdóttir (1883-1958), Kalmanstungu.

11.       Rannveig Oddsdóttir(1890-1986), Steinum.

12.    Steinunn Stefánsdóttir(1855-1942), Fíflholtum.

13.     Theodóra Kristín Sveinsdóttir (1876-1949, Reykholti, Hvítárvöllum, Ferstiklu.

14.    Þórunn Ríkharðsdóttir„Perla borgfirskra kvenna“ Höfn í Leirársveit. (1862-1958).  

15.    Þórunn Þórðardóttir (1855-1934), Borgarnesi.

 

Ljósmyndir:

1 – Ragnhildur Benjamínsdóttir

2 – Rannveig Oddsdóttir

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed