Páll Guðmundsson á Húsafelli verður fimmtugur þann 27.mars og heldur af því tilefni málverkasýningu í Reykjavík þann sama dag í Reykjavík Art Gallery. Sýningin heitir Vinir mínir og eru þar samankomnar ýmsar persónur úr lífi Páls. Að öðrum ólöstuðum er Páll mesti listamaður héraðsins sem hefur löngum verið Listasafninu vinveittur og við óskum honum hjartanlega til hamingju með áfangann!

Páll er kominn út af ættlegg Snorra sjálfs á Húsafelli. Hann nam við Myndlistar og handíðaskóla Íslands og síðar í listaháskóla í Köln í Þýskalandi. Hann er fjölhæfur listamaður og fæst jafnt við höggmyndir, vatnsliti, olíumálverk, liti úr steinum, bergþrykk og svellþrykk, auk þess sem hann spilar verk eftir gömlu meistarana á steinhörpur sínar.

Categories:

Tags:

Comments are closed