Þegar byggð fór að þéttast í Borgarnesi á fyrri hluta 20. aldar stundaði fólk víða búskap í bænum enda var ekki hægt að reikna með fastri atvinnu þar árið um kring. Víða má sjá útihús frá þessum tíma og má þar nefna Hlíðartúnshúsin (Borgarbraut 52) sem dæmi, en Borgarbyggð hefur nú um nokkurra ára bil unnið að endurgerð þeirra og varðveislu. Annað dæmi um búskap í bænum eru gömlu grjótgarðarnir, en þeirra sér víða enn merki. Mikilsvert er að varðveita þessar minjar um búskap í Borgarnesi enda eru þeir sannkölluð staðarprýði og verðugir minnisvarðar sögunnar.
Comments are closed