Ný sending af þýskum bókum er komin í millisafnaláni til Héraðsbóka-safnsins. Um er að ræða bókakassa frá Bókasafni Hafnarfjarðar sem er móðursafn þýskra bóka á Íslandi. Með fylgdu nokkrar hljóðbækur. Á myndinni má sjá tvær bókanna sem komu.  Alltaf er eitthvað um að spurt sé eftir erlendum bókum á safninu og er kappkostað að koma til móts við þær óskir. Sem dæmi má nefna að fyrir tilstilli pólska ræðismannsins er til nokkuð af pólskum bókum og einnig er til nokkuð mikið úrval af enskum bókum og eitthvað af efni á Norðurlandamálunum.

Á myndinni má sjá tvær af bókunum sem hér um ræðir.

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed