Á íslenska safnadaginn bjóða söfn landsins heim í öllum sínum fjölbreytileika. Í Safnahúsi verður ókeypis aðgangur að öllum sýningum í tilefni dagsins og boðið er upp á leiðsögn (Bjarki Þór Gunnarsson Grönfeldt) en í húsinu eru þrjár sýningar:

 

Börn í 100 ár - byggðamunir og ljósmyndir.

Ævintýri fuglanna - fuglasafn Náttúrugripasafns Borgarfjarðar

Landið sem þér er gefið, minningarsýning um Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli.

 

Vonast er til að heimamenn og gestir nýti sér þennan dag til safnaheimsókna og bent skal sérstaklega á hitt safnið í Borgarfjarðarhéraði: Landbúnaðarsafn Íslands, http://www.landbunadarsafn.is/  en þar er einnig viðburður á laugardeginum 12. júlí vegna 125 ára afmælis skólastarfs á Hvanneyri.