Jón Helgason fæddist þann 27.maí árið 1914. Hann var sonur hjónanna Helga Jónssonar bónda á Stóra-Botni í Hvalfirði og konu hans Oddnýjar Sigurðardóttur. Jón kvæntist Margréti Pétursdóttur árið 1942 og saman eignuðust þau þrjá syni.
Jón var við nám í Alþýðuskólanum á Laugum í einn vetur og hluta úr vetri í Samvinnuskólanum þegar hann réð sig sem blaðamann við Nýja dagblaðið 1937. Þar má segja að ævistarfið hafi strax verið valið því Jón sinnti því starfi til æviloka, hann var fréttastjóri við Tímann frá 1938-1953 er hann varð ritstjóri Frjálsar Þjóðar í sjö ár en tók við starfi ritstjóra Tímans árið 1961 og sinnti til til æviloka. Blaðamannastörfin segja ekki nema hálfa söguna um starfsævi Jóns Helgasonar því eftir hann liggja yfir 20 frumsamdar bækur, mjög fjölbreytilegar að efni.