Guðrún Brynjúlfsdóttir skáldkona fæddist á Kvígsstöðum í Andakíl 28.janúar 1904, þriðja í röð fimm barna hjónanna Brynjúlfs Jónssonar og Þórnýjar Þórðardóttur. Fyrstu níu ár ævi sinnar ólst Guðrún upp á bænum Veiðilæk í Norðurárdal en flutti þá í Borgarness og bjó þar til ársins 1932 er hún flutti til Reykjavíkur.  Guðrún var við nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1930-1931 og stundaði síðar söngnám og naut framsagnar í íslensku og ensku.  Hún var sjúklingur á Landakotsspítala árin 1935-1939 en sinnti eftir það saumaskap og barnagæslu í heimahúsum.  Guðrún hélt mikilli tryggð við þau börn sem hún gætti og hélt góðu sambandi við er þau uxu úr grasi en sjálf giftist hún ekki og eignaðist ekki afkomendur.