Horfðu á sumarsól um dalinn,

sjáðu glitra vetrarhjarn,

blómum klæðist kalinn balinn;

krjúptu í lotning, jarðarbarn.

Heilladísir haldi vörðinn,

hretin lægi, þorni tár.

Blessi drottinn Borgarfjörðinn

og börnin hans í þúsund ár.

 

Þannig hljómar lokaerindið í ljóðinu Borgarfjörður eftir  Guðmund Björnsson sýslumann en í dag eru liðin 140 ár frá fæðingu hans.  Ljóðið er að finna í einu ljóðabók Guðmundar er nefnist Ljóðmæli og kom út árið 1925.

Guðmundur Björnsson fæddist og ólst upp á bænum Svarfhóli í Stafholtstungum sonur Björns Ásmundssonar og Þuríðar Jónsdóttur konu hans.