Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur fagnaði sjötugsafmæli sínu 15. ágúst síðastliðinn. Hún fæddist og ólst upp á bænum Hæli í Flókadal, dóttir hjónanna Ingimundar Ásgeirssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Björk lagði stund á frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og keppti fyrir hönd UMSB á mótum víðsvegar um landið, þar á meðal fjórum landsmótum UMFÍ.

Björk lauk kand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá H.Í. árið 1971 og hóf þá störf við Þjóðskjalasafn Íslands. Auk starfa sinna þar hefur hún sinnt hinum ýmsu ritstörfum, mörgum hverjum tengdum heimahéraði hennar.