Þriðjudaginn þann 13. nóvember n.k. verða haldnir nokkuð sérstæðir tónleikar í Safnahúsi. Um er að ræða samstarf við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en stofnanirnar tvær hafa tekið saman höndum í að vekja athygli á gamla þuluforminu og hvetja til sköpunar á grundvelli þess. Um leið er skáldkonunnar Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Sveinatungu (sem skáldkona kenndi Guðrún sig við Brautarholt) minnst, en á þessu ári eru 120 ár frá fæðingardegi hennar. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á ljóðum barna í 5. bekkjum grunnskólanna á svæðinu og er það í áttunda sinn sem það er gert.