Sýningin um sr. Magnús Andrésson (1845-1922) á Gilsbakka hefur nú staðið í rúmt ár en nú fer að líða að sýningarlokum sem verða síðla hausts. Fjölmargir hafa skoðað þessa viðamiklu heimildasýningu, sem er í senn fjölskyldu- og héraðssaga. Fólk hefur komið víða að, t.d. úr Skagafirði þar sem Sigmundur bróðir sr. Magnúsar bjó á sínum tíma og á afkomendur. Í gær kom langömmubarn Katrínar systur sr. Magnúsar, Guðmundur I. Guðmundsson með fjölskyldu sinni og skoðaði sýninguna og var þessi mynd þá tekin.