Ein myndanna sem enski aðalsmaðurinn W. G. Collingwood  málaði á Íslandi sumarið 1897 hefur verið afhent Safnahúsi Borgarfjarðar til eignar og varðveislu. Um er að ræða mynd sem Collingwood málaði á Gilsbakka í Hvítársíðu þegar hann dvaldi þar á ferðum sínum um íslenska sögustaði.  Alls málaði Collingwood þrjár myndir á Gilsbakka þetta sumar, eina af bænum sjálfum og aðra af gilinu við bæinn auk myndarinnar sem hér um ræðir, sem er af litlu stúlkubarni. Fyrirmyndin var Guðrún Magnúsdóttir fædd 1896, dóttir þáverandi húsaráðenda á  Gilsbakka, séra Magnúsar Andréssonar og Sigríðar Pétursdóttur.