Nýlega bárust á Héraðsskjalasafnið tvær myndir, af hjónunum Elínu Jónsdóttur (1866-1952) og Þorsteini  Hjálmssyni (1860-1915). Myndirnar eru dæmi um muni sem berast á söfnin, í þetta sinn til  Héraðsskjalasafnsins  þar sem um ljósmyndir er að ræða. Myndirnar eru í viðarrömmum, vel  farnar og skýrar. Elín og Þorsteinn bjuggu sín búskaparár í Örnólfsdal í Þverárhlíð  og á Hofsstöðum í Stafholtstungum og eignuðust þrjú börn sem upp komust, Árna, Hjálm og Jón.