Í dag er dagur bókasafnanna haldinn hátíðlegur víða á bókasöfnum landsins. Slagorð dagsins í ár er Lestur er bestur en með því er lögð áhersla á mikilvægi lesturs.  Í tilefni dagsins valdi starfsfólk bókasafna 100 bestu barnabækurnar, efnt var til ljósmyndasamkeppni og nemum í framhaldsskólum landsins gafst kostur á að taka þátt í stuttmyndasamkeppni þar sem unnið var með slagorð dagsins.  Frekari upplýsingar má sjá hér.

Hér á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar verður boðið uppá konfekt í tilefni dagsins, myndasjóv af starfseminni fær að rúlla á skjá og birtur er áðurnefdur listi yfir 100 bestu barnabækurnar.