Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar hafa tekið saman höndum um tilraunaverkefni til að vekja athygli á þuluforminu og hvetja til sköpunar á grundvelli þess. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar sem leggur til upptökur af eldri þulum sem varðveist hafa í munnlegri geymd, kveðnar af borgfirskum konum. Um leið er skáldkonunnar Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Sveinatungu minnst með því að úrval af þulum hennar er notað sem námsefni fyrir hluta nemenda skólans á vorönn 2012.