Þann 10.janúar síðastliðinn fagnaði kennarinn og ljóðskáldið Pétur Önundur Andrésson 60 ára afmæli sínu. Hann bjó sem kunnugt er um margra ára skeið í Reykholtsdalnum og stundaði þar m.a kennslu og garðyrkju.  Í tilefni af þessum tímamótum hefur verið sett undir liðnum bókin, hér hægramegin á síðunni, kynning á ljóðabók hans, Ljóðnætur, sem út kom árið 2010.  Bókin er sjötta ljóðabók Péturs sem gaf út sína fyrstu ljóðabók fyrir rúmum 35 árum síðar.