Háteigsskóli fór með sigur af hólmi í hæfileikakeppninni Skrekk í gærkvöldi með merkingarþrungið atriði byggt á ljóðinu Síðasta blómið sem er byggt á verki eftir Bandaríska skáldið James Thurber (1894–1961). Það var Borgfirðingurinn Magnús Ásgeirsson, sem snaraði textanum á sínum tíma úr óbundnu máli. Magnúsar er einmitt minnst í Safnahúsi þessa dagana því í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu hans.
Verk Thorbers var e-k myndasaga um eyðileggingu og afleiðingar stríðs og breiskleika mannsins og á því sífellt þarft erindi við nútímann.
Hér á eftir má sjá kvæði Magnúsar í heild sinni: