Árlegt sagnakvöld Safnahúss verður að þessu sinni haldið fimmtudaginn 3. nóvember n.k. kl. 20.00. Dagskráin verður í senn fjölbreytt og borgfirsk. Nokkrar nýjar og nýlegar bækur sem tengjast héraðinu með einum eða öðrum hætti verða kynntar auk þess sem tónlistin kemur við sögu. Ari Sigvaldason mun kynna bókina Víst þeir sóttu sjóinn - Útgerðarsaga Borgfirðinga. Helgi Kristjánsson hefur skrifað endurminningar sínar frá Trönu og hafa þær fengið nafnið Í björtum Borgarfirði. Trönustrákur segir frá. Viðar Hreinsson segir frá bók sinni Bjarni Þorsteinsson. Eldhugi við ysta haf, og Kristín Á. Ólafsdóttir syngur nokkur þjóðlög í minningu þjóðlagasafnarans góða. Að lokum kynnir Bjarni Guðmundsson bók sína um Farmalinn: Alltaf er Farmall fremstur.