Einsog undanfarin ár hefur verið góð aðsókn að Héraðsbókasafni Borgarfjarðar en fyrstu átta mánuði ársins höfðu 5442 gestir sótt safnið heim sem er ívið hærri tala miðað við sama tíma í fyrra en í heildina var gestafjöldi á bókasafninu á árinu 2010 7800 gestir en benda má á að töluverð aukning var á gestafjölda á árinu 2009 þegar gestum fjölgaði um 21% á milli ára.

Aðgangur að safninu er að sjálfsögðu öllum opinn en lánþegaskírteini kostar 1300 krónur og gildir í eitt ár í senn. Líklegt er að lánþegagjald hækki eilítið um næstu áramót.  Frítt skírteini er fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og einnig börn að átján ára aldri.  Einnig er boðið upp á skammtímaskírteini sem gildir í þrjá mánuði í senn.