Ljósmyndasýningin um hernámsárin í Borgarnesi verður tekin niður um miðja næstu viku, en hún hefur verið uppi síðan í lok janúar á þessu ári. Fjöldi fólks hefur séð sýninguna og þar á meðal ýmsir brottfluttir Borgnesingar sem hafa komið í Safnahús á þessum tíma. Einnig hafa skólar á svæðinu nýtt sér hana sem innlegg í kennslu. Sýningin var sett upp í samstarfi við Skjalasafn/Ljósmyndasafn Akraness og er Gerði Jóhannsdóttur skjalaverði þar hér með þakkað gott samstarf um verkefnið sem og ýmislegt fleira gott á liðnum árum.