Meðal þess sem fyrirfinnst í Safnahúsi er hluti af bókasafni Dr. Selmu Jónsdóttur (1917-1987) forstöðumanns Listasafns Íslands. Í safninu, sem er í umsjá Héraðsbókasafns Borgarfjarðar, er m.a. talsvert af efni um myndlist og skyldar greinar. Talsvert er af árituðum bókum sem merkir Íslendingar hafa gefið Selmu. Má hér nefna eintak af leikriti Pablo Picasso, enska fyrstu útgáfu ársetta 1948 í New York.