Meðal þess sem fyrirfinnst í Safnahúsi er hluti af bókasafni Dr. Selmu Jónsdóttur (1917-1987) forstöðumanns Listasafns Íslands. Í safninu, sem er í umsjá Héraðsbókasafns Borgarfjarðar, er m.a. talsvert af efni um myndlist og skyldar greinar.  Talsvert er af árituðum bókum sem merkir Íslendingar hafa gefið Selmu. Má hér nefna eintak af leikriti Pablo Picasso, enska fyrstu útgáfu ársetta 1948 í New York.

Í  enskri þýðingu Bernhards Frechtmans hefur verkið hlotið nafnið Desire. Leikritið skrifaði Picasso á tímum hersetu Þjóðverja í seinna stríðinu í Frakklandi.

 

Bókin er falleg, vel varðveitt og með kápu. Hún er þó ekki síst merkileg vegna þess að hún er gjöf frá Nínu Tryggvadóttur myndlistarkonu til Selmu á 35 ára afmæli þeirra síðarnefndu í águst 1952 og er árituð af því tilefni (sjá mynd).

 

Bókasafn Selmu Jónsdóttur er hluti af rausnargjöf fjölskyldu hennar, sem barst söfnunum árið 2007. Selma Jónsdóttir var fædd og uppalin í Borgarnesi, dóttir Jóns Björnssonar frá Bæ og konu hans Helgu Maríu Björnsdóttur frá Svarfhóli.

 

Ljósmyndir: GJ

Categories:

Tags:

Comments are closed