Þessar vikurnar er margt um að vera á héraðsbókasafninu, því það standa yfir kynningar á sumarlestrinum sem verður í ár frá 10. júní til 10. ágúst. Kennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi eru duglegir að koma með nemendur sína í kynningu á verkefninu hjá Sævari Inga Jónssyni héraðsbókaverði og eru nemendurnir þaðan alls um hundrað talsins. Í gærmorgun komu um 30 krakkar úr 1. bekk ásamt kennurum sínum og aðstoðarfólki og þá var þessi mynd tekin. Þess má geta að dreifbýlisskólarnir í héraðinu fengu einnig boð um kynningu á sumarlestrinum og nýta sér það eftir föngum.