Þessar vikurnar er margt um að vera á héraðsbókasafninu, því það standa yfir kynningar á sumarlestrinum sem verður í ár frá 10. júní til 10. ágúst. Kennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi eru duglegir að koma með nemendur sína í kynningu á verkefninu hjá Sævari Inga Jónssyni héraðsbókaverði og eru nemendurnir þaðan alls um hundrað talsins. Í gærmorgun komu um 30 krakkar úr 1. bekk ásamt kennurum sínum og aðstoðarfólki  og þá var þessi mynd tekin. Þess má geta að dreifbýlisskólarnir í héraðinu fengu einnig boð um kynningu á sumarlestrinum og nýta sér það eftir föngum.

Mikil þátttaka hefur verið í sumarlestrinum, en þetta er í fjórða sinn sem héraðsbókasafnið stendur fyrir verkefninu. Í fyrra lásu  47 krakkar 305 bækur sem var frábær frammistaða og met þátttaka.

 

Tilgangurinn með sumarlestrinum er að hvetja krakka til lesturs.  Þegar verkefninu lýkur í ágúst er haldin uppskeruhátíð þar sem krakkarnir koma saman og fagna góðum afrekum. Þá er farið í leiki og ýmislegt annað sér til gamans gert.

 

Ljósmynd með frétt:  Hólmfríður Ólafsdóttir.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed