Þann 13. maí n.k. verður opnuð ný sýning í Safnahúsi í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasafnsins. Sýningin hefur hlotið heitið Séra Magnús og er um ævi Magnúsar Andréssonar (1845-1922) sem bjó á Gilsbakka í Hvítársíðu frá árinu 1881, ásamt sinni mætu konu Sigríði Pétursdóttur.  Séra Magnús var m.a. alþingismaður Mýramanna um margra ára skeið og kom þar að mótun sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um og eftir 1900. Af þessu tilefni er sýningin helguð minningu Jóns Sigurðssonar á merku afmælisári hans.