Í dag, 14. janúar 2011 eru hundrað ár liðin frá fæðingu Björns Hjartar Guðmundssonar (Bjössa) sem smíðaði Bjössaróló. Af því tilefni hefur verið stillt upp í Safnahúsi verkfærum úr eigu Björns auk fróðleiks um hann og gestabókum frá Bjössaróló.
Á myndinni hér til hliðar sést Bjössi í fylgd frú Vigdísar Finnbogadóttur þegar hún kom í opinbera heimsókn í Borgarnes árið 1992. Myndina tók Theodór Þórðarson.