Undirbúningur vegna sýningar um sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka (1845-1922) stendur nú yfir í Safnahúsi. Sr. Magnús gegndi mörgum merkum hlutverkum í héraði á sínum tíma og fyrir utan prestsstörfin má nefna að hann var alþingismaður Mýramanna, virtur kennari og homopati sem leitað var til víða að af landinu. Meðal hollvina sýningarinnar er Ásgeir Pétursson fyrrv. sýslumaður sem hefur afhent Héraðsskjalasafninu mikið af gögnum af þessu tilefni, en sr. Magnús var afi hans. Fyrir stuttu kom sending frá Ásgeiri þar sem m.a. var að finna bréf skrifað árið 1915. Bréfritari er Eggert Eiríksson, faðir tæplega fjögurra ára telpu sem er lystarlítil eftir veikindi.