Í dag verður þess minnst að í ár eru 100 ár síðan Vegagerð ríkisins hóf formlega starfsemi í Borgarnesi.  Af því tilefni mun Vegagerðin verða með opið hús á neðri hæð Safnahúss kl. 16.00. Við það tækifæri munu forsvarsmenn hennar færa Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af gömlu Hvítárbrúnni til varðveislu. 

 

Líkanið er smíðað af Erling M. Andersen í Hafnarfirði og má sjá hluta þess á myndinni hér að ofan. Á neðri myndinni má svo sjá upprunalegu smíðina, Hvítárbrúna sem byggð var 1928.   -   Allir velkomnir.