Næstkomandi þriðjudag kl. 17.00 verður opnuð í Safnahúsi sýning á málverkum eftir Borgnesinginn Birgi Björnsson. Um er að ræða sölusýningu í samstarfi Safnahúss og körfuboltadeildar Skallagríms, sem á verkin og rennur allur söluhagnaður af þeim til starfsemi hennar. Myndirnar á sýningunni eru gjöf til deildarinnar frá fjölskyldu Birgis, en hann lést í árslok 2009. Sýningin mun standa til 14. desember n.k.