Tæplega sjötíu manns komu á opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær og er þar um metaðsókn að ræða. Á sýningunni eru sýnd ljóð krakka í 5. bekkjum grunnskólanna í héraðinu og að þessu sinni tóku eftirtaldir þátt:  Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og í Varmalandi og Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljóðin eru alls 55 og eftir jafn marga krakka.  Dæmi um eitt þeirra má sjá hér á eftir, en það er ljóð eftir Guðjón Snæ sem er nemandi á Kleppjárnsreykjum: