Félag héraðsskjalavarða á Íslandi, verður með opið hús í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Reykjavík laugardaginn 13. nóvember 2010 kl. 13.00 til 17.00 í tilefni af Norrænum skjaladegi. Opna húsið í Borgarskjalasafni er undir kjörorðinu: Eins og vindurinn blæs...

Sextán héraðsskjalasöfn, og þar á meðal Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, taka þátt í opna húsinu með einum eða öðrum hætti. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra, sýningu á skjölum, ljósmyndasýningar frá héraðsskjalasöfnunum, kórtónleika, sögufélög kynna rit og mynddiska, barnakrókur þar sem börnin fá blöðru og litabók, kynnt verður starfsemi héraðsskjalasafnanna og fleira. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.