Í síðustu viku kom hópur eldri borgara frá Akranesi í sérstökum erindagjörðum í Safnahús. Um var að ræða bókmenntaklúbb, sem hafði beðið um kynningu á þremur borgfirskum skáldum, þeim Guðmundi Böðvarssyni, Þorsteini frá Hamri og Böðvari Guðmundssyni.  Af þessu tilefni var sett upp sérstök dagskrá fyrir hópinn þar sem flutt voru erindi, lesnir upp textar og hlustað á tóndæmi. Að því loknu var flutt stutt kynning á Pálssafni og safnið skoðað í framhaldinu.  Því næst var sýningin Börn í 100 ár skoðuð og fengin leiðsögn um hana.