Tvær sýningar eru nú í gangi í Safnahúsi. annars  vegar er það sýningin Börn í 100 ár, sem er á neðri hæð hússins. Þar er opið frá 13-18 alla daga sumarsins. Sýningin þykir einstök í sinni röð og segir sögu Íslands á 20 öld úr frá sjónarhóli og umhverfi barna. Hún hentar jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda ferðamenn og alla aldurshópa, ekki síst börn.  Börn í 100 ár er fastasýning Safnahúss og mun standa óbreytt næstu árin. Aðgangseyrir er kr. 600 fyrir fullorðna, en ókeypis er fyrir börn allt að 16 ára aldri. Afsláttur er fyrir eldri borgara, öryrkja og hópa.

 

Á efri hæð hússins er svo sýningin Kaupmannsheimilið, þar sem sagt er frá vandaðri og metnaðarfullri fjölskyldu sem var búsett í Borgarnesi á fyrri hluta 20. aldar.