Síðustu dagar fuglasýningar náttúrugripasafnsins verða þriðjudagur og miðvikudagur eftir páska og verður hún tekin niður fimmtudaginn 8. apríl. Hefur verið afar góð aðsókn og ekki síst hafa skólahópar komið og skoðað þetta merka safn uppstoppaðra fugla.