Enn ég um Fellaflóann geng,

finn eins og titring í gömlum streng,

hugann grunar hjá grassins rót

gamalt spor eftir lítinn fót.

 

 

Þannig hefst hið kunna kvæði Jóns Helgasonar prófessors um bernskuslóðir sínar (kvæðið er birt í heild hér fyrir neðan) á Rauðsgili í Hálsasveit þar sem hann fæddist þennan dag árið 1899. Foreldrar Jóns voru Helgi Sigurðsson bóndi og Valgerður Jónsdóttir kona hans.  Jón missti föður sinn níu ára gamall og þá flutti móðir Jóns til Hafnarfjarðar með börnin tvö, Jón og systur hans Ingibjörgu.