Glæsileg sýning Gullpensilsins var opnuð í Safnahúsinu síðastlina helgi.  Umsjónarkona sýningarinnar, Helena Guttormsdóttir mun veita leiðsögn um hana í hádeginu næstu tvo föstudaga: þann 27. mars og 3. apríl. Allir áhugasamir eru hvattir til að líta við á þessa sýningu nokkurra af fremstu listamönnum Íslands, en hún stendur til 17. apríl.