Í dag er Böðvar Guðmundsson rithöfundur frá Kirkjubóli í Hvítársíðu sjötugur.  Böðvar er yngstur þriggja barna Ingibjargar Sigurðardóttur húsmóður og Guðmundar Böðvarssonar hins landskunna skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu.  Böðvar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962, hann lauk Cand.mag-prófi í íslenskum fræðum frá H.Í. 1969 og nam auk þess norræn fræði við Christian Albrechts Universitat í Kiel 1964-1965.  Hann starfaði við kennslustörf  hér á landi og í Noregi til ársins 1987, en hefur síðan verið rithöfundur í fullu starfi og verið búsettur á Sjálandi í Danmörku.

 

Rithöfundarferill Böðvars hefur bæði verið langur og farsæll og að sama skapi afar fjölbreyttur.