Vefurinn Skjaladagur.is
hefur verið opnaður í tilefni norræna skjaladagsins sem verður 8. nóv. n.k. Áhugaverð slóð fyrir þá sem hafa gaman af sögulegum fróðleik.
Tilgangur norræna skjaladagsins er að kynna starfsemi skjalasafnanna í landinu og leggja jafnframt áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna. Að þessu sinni er þemað "gleymdir atburðir". Hugsunin er m.a. sú að rifja upp atburði í sögu þjóðarinnar sem ekki eru í hávegum hafðir þessa stundina eða hafa þokað nokkuð til hliðar.