Á tímabilinu 6. júní- 1. sept  breytist opnunartími í Safnahúsi Borgarfjarðar.  Ekki verður opið til klukkan 20 á þriðjudögum og fimmtudögum eins og verið hefur, heldur opið alla virka daga frá 13-18 á ofangreindu tímabili. 

Vonumst við til þess að þessi breyting komi sér ekki illa fyrir þá sem nýtt hafa sér kvöldopnunina sem mest.  Benda má einnig á skilalúgu sem staðsett er á þeirri hlið hússins sem snýr í átt að húsi Sýslumanns.

 

Vert er að geta þess að þann 7. júní opnar á neðri hæð Safnahúss sýningin Börn í 100 ár á vegum Byggðasafns Borgarfjaðrar. Sú sýning verður opin alla daga vikunnar frá 13-18 og eftir samkomulagi á öðrum tímum fyrir hópa.