Sumardagurinn fyrsti er hátíðisdagur í hugum flestra og ekki síst barnanna. Safnahús Borgarfjarðar helgar börnum næstu sýningu sína sem opnar í maí. Hún nefnist „Börn í hundrað ár“ og verður þar fjallað um börn og umhverfi þeirra á myndrænan og nýstálegan hátt. Viljum við hvetja sem flesta að koma og upplifa sýninguna sem verður opin frá kl. 13-18 alla daga í sumar.