Þann 1. janúar 2008 tók ný verðskrá gildi fyrir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar en verðskráin var samþykkt á starfsmannafundi í desembermánuði.  Ekki er um miklar breytingar að ræða, þær helstar að lánþegaskírteini kostar nú 1200 kr., og einnig hafa myndbönd og DVD-diskar hækkað lítillega, en að sama skapi hefur útlánatími þeirra verið aukin til að mæta kröfum íbúa í dreifbýli.  Verðskrána í heild má sjá með því að smella á tengil héraðsbókasafns hér til vinstri, eða smella hér.